Ný ríkisstjórn hvað nú?

Hvernig væri nú að ný ríkisstjórn segji öllum embættismönnum upp störfum, síðan geta þeir endurráðið þá sem vilja og eru hæfir, á launum sem eru í takt við aðra í landinu. Er það líðandi að t.d. Ríkisútvarpsstjóri sé með tvöföld laun ráðherra og svipuð laun og forsetinn. Ég segi nei það er meira en lítið bogið við þetta allt. Nú er tækifæri á að gera verulegar breytingar og stoppa þessa endemis vitleysu. Þurfa þessir aðilar að eta meira en við hin eða hvað?

Kosningar í mars-apríl

Það er örugglega meirihluti þjóðarinnar sem vill kosningar strax. Eftir hverju eru pólutíkusarnir að bíða? Ástandið versnar með hverjum degi sem líður ef ekki verður ákveðið að ganga til kosninga, einnig  að setja Seðlabankastjóra og stjórn frá eins og skot síðan fjármálaeftirlitsmenn í kjölfarið, fyrr verður ekki ró í landinu. Hvað er að ykkur stjórnendur það er eins og þið eigið stöðurnar ykkar og ætlið að sitja í óþökk þorra landsmanna þó svo að allt verði vitlaust. Það er alveg á hreinu að ef af átökum verður, þá berið þið fullkomlega ábyrgð á hvernig fer.

Kvennalisti

Hvernig væri konur góðar að stofna kvennalista? Ég held að það sé það eina rétta í stöðunni núna því margir treysta bara konum þessa dagana. Hvernig fer fyrir konum eins og Guðfinnu Bjarnad og Ragnheiði Ríkharðs þessum skörungum, þær eru jarðaðar í flokknum og heyrist ekkert frá þeim. Já konur söfnum saman hóp af góðum konum (því nóg er til af þeim) og stofnum flokk kvenna. Ég held að fjöldi landsmanna myndi kjósa þannig lista. Ef einhverjar eru til þá verið í sambandi. 6995389

Bylting

Hvað ætla stjórnendur þessa lands að halda áfram vitleysunni? Nú síðast í gær kom sú frétt að sameina ætti Kaupþingbanka og Glitni og segja upp slatta í viðbót. Er þetta ekki óþvolandi að bankamenn fái þessa frétt í gegnum fjölmiðla, því ekki er bætandi á öryggisleysið varðandi atvinnu þessara stéttar. Nú sitja mjög margir og hugsa er ég næst/ur. Ef þetta er ekki í höndum stjórnenda landsins þá spyr ég hver er ábyrgur þó svo að ég vita að engin svör fást. Enginn er ábyrgur. Ef ekki verður bylting á næstu mánuðum þá verður margt að breytast. Út með ykkur stjórnvöld við viljum kostningar

Ódýr sumarhús á Íslandi.

Hvernig væri að byggingaraðilar gerðu eitthvað í að selja tómar íbúðir til útlendinga með því að auglýsa ódýr sumarhús á Íslandi. Einnig  væri jafnvel hægt að greiða Bretum og Hollendingum uppí skuldir með íbúðum sem Ríkið yfirtekur vegna gjaldþrota. . . .

Til hvers eru aðstoðarmenn þingmanna?

Eru aðstoðarmenn þingmanna notaðir í skítverk eins og framsóknarmaður nokkur ætlaði að gera og fór svo á annan veg? Síðan veltir maður því fyrir sér hvaða aðstoðarmenn þingmenn fá þ.e. eru þeir valdir vinirnir eða er faglegi þátturinn sterkastur. Ekki sýnist manni það, ótrúlegt. Ég held að þarna ætti alvarlega að skoða hvort ekki sé rétt að byrja á að spara með því að segja þeim upp, því ekki virðist vitleysan vera minni nú en áður hjá þingmönnum.

Bankaráð Seðlabankans til hvers?

Eftir því sem Ingibjörg Sólrún sagði í Kastljósi í gær, þá spyr ég hvað er bankaráð að gera bara hirða launin sín?. Hún sagði að bankaráðið væri ekki með ákvarðanir aðeins upplýst. Er ekki hægt að byrja sparnaðinn strax og segja upp afdönkuðum pólutíkusum og vinum.


Bananalýðveldið, framhald.

Áfram heldur vitleysan í Reykjavíkurborg eins og hjá ríki og mörgum öðrum í hinu opinbera kerfi. Vinavæðingastefnan, yfirborganir og svo gefur borgarstjóri í skyn að borgarfulltrúar séu með ýmsar sposlur fyrir utan launin sem eru mjög góð. Hann er líka borgarfulltrúi og ætti að þekkja til þannig að hann geti upplýst almenning um þetta. Síðan er það orðin tíska að bæði þingmenn og sveitarstjórnarmenn séu erlendis sí og æ í alls kyns erindum sem enginn botnar í. Það eru að sjálfsögðu góðir dagpeningar í boði sem drýgja tekjurnar og svo skaðar ekki að fá frítt t.d.til
Suður Afríku en ferð þangað kostar hinn almenna borgara upp í 500 þúsund.
Svo eru sveitastjórnarmenn svo sem t.d. í Kópavogi að stofna vinarbæjartengsl við borg í Kína svo bæjarfulltrúar geti farið frítt á kostnað bæjarbúa og að öllum líkindum á dagpeningum líka svo þeir geti nú haldið fullri reisn í því sem þeir kalla opinberar erindagjörðir. Það er nú ekki lengur talið nóg að hafa vinarbæi á öllum norðurlöndunum jafnvel ekki þó alls staðar sé verið að hvetja til sparnaðar í niðursveiflunni og þjóðarsáttar.
Þetta er alveg óþolandi og við almenningur eigum að standa saman um að uppræta þessa augljósu spillingu.

Ferðaglaðir þingmenn

 

Tímarnir hafa breyst og nú virðast þingmenn vera sí og  æ í utanlandsferðum á kostnað hins opinbera, fremur en í kjördæmum sínum. Hvað eru þeir að sækja sem ekki er hægt að afgreiða með þróun upplýsingatækninnar? Maður heyrir t.d. af skoðunarferðum þeirra til vanþróuðu þjóðanna eða í kokteilpartýum sem haldin eru um allan heim fyrir alls lags fyrirfólk. Þetta kostar þjóðina offjár því hugsar maður um þá aðferð að senda þennan bruðlpening til þeirra barna sem hvorki fá að borða né læra. Einnig mætti fækka sendiráðum og ég tala ekki um sendiherrum, maður skilur ekki hvað er eiginlega í gangi á þeim vígstöðvum.Ég vil gjarnan að almenningur fái að sjá hvenær, hvert og í hvaða erindagjörðum á vegum hins opinbera hver þingmaður fyrir sig er að fara og einnig hver kostnaðurinn er. Einhver fjölmiðill ætti að fylgjast vel með þessu ferðaglaða þingliði og setja  í dálk á netinu eða á forsíðu daglega allan ársins hring.


Bílaþvottur

Hvað er í gangi? Ég ætlaði að fara með bílinn minn í þvott á bensínstöðinni Stórahjalla 2 í dag og hafði reynt að fara í síðust viku en vegna breytinga var alltaf lokað. Jæja í dag var loksins opið og ætlaði ég að skella bílnum í gegnum þvottakerfið sem ekki hefur kostað alltof mikið eða 19. janúar 2007 kostaði þvotturinn 1190.

Nú rétt rúmu einu ári seinna kostar þvotturinn 1690 kr. og hefur því hækkað um 500 kr. eða 42% á einu ári. Þetta er ansi góð hækkun og því lét ég það ógert að fara í gegn og hugsaði með mér svona er ekki hægt að láta bjóða sér. Ég ætla að bíða með skítugan bílinn þar til veður leyfir mér að þrífa hann sjálf. Að versla við aðila sem haga sér svona þ.e. að setja slíka hækkun inn er óþolandi og því  hlítur maður að róa á önnur mið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband