Læknisvottorð er ekki sama og læknisvottorð

Ég trúði vart því sem gerðist áðan en ég fór til læknis til að fá vottorð því ég þarf að endurnýja byssuleyfið mitt. Jæja fyrst greiddi ég 1000 kr síðan fór ég inn til læknisins og hann mældi blóðþrýstinginn hjá mér og var ég inni hjá honum í ca 5 mínútur. Síðan fékk ég vottorðið sem ég átti að greiða frammi og sagði daman að það kostaði 920 kr svo leit hún á umslagið og sagði æ þetta er vottorð fyrir byssuleyfi þá kostar það 4050 kr. Hvað er í gangi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband