DHL hangikjötssending

Ég sendi hangikjöt og smávægilegt fleira með DHL sendingu og hélt að þessi frábæra hraðsending gengi 1-2 og 3. sendingin kostaði jafn mikið og kjötið. Ég hafði heyrt að fólk fengi sendinguna mjög fljótt jafnvel næsta eða þar næsta dag svo ég sló til. Nú sendingin fór af stað 12 des. og hefur ekki skilað sér til Vermont USA nú þann 15. Ég fór að forvitnast og viti menn fyrst fór pakkinn til Belgíu síðan til Parísar og svo til Chicago og hvar er hann nú? Var kanske best að senda hann á miklu lægra verði með venjulegum pósti og miklu lægra verði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Algengur misskilningur tengist hraðsendingum. Hraðsending merkir einfaldlega að tekjur vegna þjónustunnar aukast hraðar við hærri verðlagningu.

Það hefur ekkert með hraða sendinganna að gera.

Ég er margoft búinn að prófa þetta.

Árni Gunnarsson, 15.12.2007 kl. 20:40

2 identicon

já, ég er orðinn svangur!

einar (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Eva H.

hef lent í þeim það tók mig viku að fá pakka frá flugvellinum í Osló og hingað til lands....hef eftir það kallað fyrirtækið, Djöfull, Helvíti, Lengi eða DHL.

Gangi þér vel.

Eva H., 18.12.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband