Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.11.2008 | 15:20
Til hvers eru aðstoðarmenn þingmanna?
22.3.2008 | 18:22
Ferðaglaðir þingmenn
Tímarnir hafa breyst og nú virðast þingmenn vera sí og æ í utanlandsferðum á kostnað hins opinbera, fremur en í kjördæmum sínum. Hvað eru þeir að sækja sem ekki er hægt að afgreiða með þróun upplýsingatækninnar? Maður heyrir t.d. af skoðunarferðum þeirra til vanþróuðu þjóðanna eða í kokteilpartýum sem haldin eru um allan heim fyrir alls lags fyrirfólk. Þetta kostar þjóðina offjár því hugsar maður um þá aðferð að senda þennan bruðlpening til þeirra barna sem hvorki fá að borða né læra. Einnig mætti fækka sendiráðum og ég tala ekki um sendiherrum, maður skilur ekki hvað er eiginlega í gangi á þeim vígstöðvum.Ég vil gjarnan að almenningur fái að sjá hvenær, hvert og í hvaða erindagjörðum á vegum hins opinbera hver þingmaður fyrir sig er að fara og einnig hver kostnaðurinn er. Einhver fjölmiðill ætti að fylgjast vel með þessu ferðaglaða þingliði og setja í dálk á netinu eða á forsíðu daglega allan ársins hring.
28.2.2008 | 19:54
Bílaþvottur
Hvað er í gangi? Ég ætlaði að fara með bílinn minn í þvott á bensínstöðinni Stórahjalla 2 í dag og hafði reynt að fara í síðust viku en vegna breytinga var alltaf lokað. Jæja í dag var loksins opið og ætlaði ég að skella bílnum í gegnum þvottakerfið sem ekki hefur kostað alltof mikið eða 19. janúar 2007 kostaði þvotturinn 1190.
Nú rétt rúmu einu ári seinna kostar þvotturinn 1690 kr. og hefur því hækkað um 500 kr. eða 42% á einu ári. Þetta er ansi góð hækkun og því lét ég það ógert að fara í gegn og hugsaði með mér svona er ekki hægt að láta bjóða sér. Ég ætla að bíða með skítugan bílinn þar til veður leyfir mér að þrífa hann sjálf. Að versla við aðila sem haga sér svona þ.e. að setja slíka hækkun inn er óþolandi og því hlítur maður að róa á önnur mið.
21.2.2008 | 10:01
Landeigendur-fasteignagjöld-jafnrétti?
Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé verið að brjóta jafnrétti þegar sumarbústaðaeigendur greiða mikið hærri gjöld af jarðarskika sem þeir eiga en bændur sem eiga í flestum tilfellum landið við hliðina. Ef bændur telja sig eiga afrétti og fjöll svo sem t.d. Esjuna hvers vegna greiða þeir ekki fasteignagjöld á við þá sem eiga lóð í borg eða bæ eða sumarhúsalóð sem þeir hafa oft keypt dýru verði af einhverjum bónda, hvert er réttlætið?
Svo selja bændur landið sitt mjög dýru verði eins og staðan er í dag og ég tala nú ekki um ef einhver hlunnindi fylgja svo sem hitaréttur, laxveiði, vatn og margt fleira.
Mín skoðun er sú að þeir sem eiga land greiða allir sama verð á hektara á sambærilegum stöðum á landinu. Svo er það mjög óeðlilegt að bændur eigi land langt inn í óbyggðum, þó að nokkrar rolluskjátur hafi einhverntíman bitið þar gras og einhverjir frekir aðilar hafi sölsað undir sig landið. Nú er kominn tími til að skila því til þjóðarinnar eða einfaldlega greiða fullan skatt af því.
15.2.2008 | 12:10
Laun þingmanna.
26.1.2008 | 15:15
Fötin hans Björns Inga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 12:55
Íþróttastyrkir til starfsmanna Kópavogs.
Nú um áramót fengu flestir starfsmenn Kópavogsbæjar uppbót í launaumslagið og er það vel. Þar með er bærinn búin að samþykkja okkur kennara sem láglaunastétt.Eitt vil ég benda ykkur starfsmönnum á að styrkur til íþróttaiðkunnar er sagður allt að 16 þúsund krónur en ekki er tekið fram að þið fáið aðeins 1/3 af útlögðum kostnaði. Þannig að sá sem greiðir 30 þús í æfingagjöld fær aðeins 10 þúsund . Bærinn hefði þarna átt að sýna sóma sinn í að greiða öllum sem eru í líkamsrækt 16 þús því það skilar sér margfalt til baka það er ég búin að sá í gegnum árin því fólk er í betra formi og skilar sinni vinnu betur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2008 kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 20:55
Skemmdarverk.
Það er óþolandi að þeir sem ganga um og eyðileggja eigur annarra sleppi nánast brosandi ef þeir nást. Hvernig væri að þú Björn Bjarnason ráðherra gerðir nú alvöru úr því að stofna apparat sem heitir t.d. syndaaflausn (ekki herskylda). Þessir aðilar færu í að lagfæra kauplaust það sem þeir hafa skemmt og síðan í nokkurs konar herþjálfun (líkamsæfingar) með. Skemmdarvargarnir eru yfirleitt karlmenn sem hafa ekkert að gera og þurfa þess vegna að fá útrás á einhverjum vettvangi. Gaman væri að prófa þetta og skora ég nú á þig Björn að láta verða af einhverju í takt við þetta í stað þess að senda þessa aðila heim ( þeir eru óðara komnir aftur á vettvang) eða í fangelsi.
21.12.2007 | 21:54
Bananalýðveldi
Svo erum við að hneyklast á forseta Pakistan vegna afskipta hans af dómskerfinu í því landi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.12.2007 | 19:58
DHL hangikjötssending
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)