29.12.2007 | 14:59
Pisakönnun
Hvernig væri nú að fræðsluyfirvöld skoðuðu hvort einhver fylgni sé á milli árangurs samkvæmt niðurstöðum Pisa og fjölda menntaðra kennara á bak við þá nemendur sem um er að ræða. Góður árangur var í Kópavogi og ég held að þar séu um 94% kennara með réttindi fleiri en á mörgum öðrum stöðum.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ásdís.
Okkur sýndist fyrir norðan að jafn mikil fylgni væri á milli Pisa og menntun kennara og kaup á appelsínum! Það er þó minna staðalfrávik frá skólaeinkunn nemenda og Pisa. Samræmdu prófin eru alls ekki að mæla sömu þætti skólastarfs og Pisa. Hugar- og sköpunarflug nemenda í eðlisfræði/náttúrufræði er lítið mæld á S-prófum. Þar er staðreyndaprófun. Stórskemmtileg spurning er svo af hverju er 2% meðalárangur betri á Akureyri en Kópavogi þrátt fyrir minna kostnaðarfjármagn á bak við hvern nemanda. (2005-2006)
Mín skoðun er sú að menntun kennara hafi eitthvað að segja en það sé fagmennskan sem gildi. Nú veit ég ekki hvað þú átt við með fræðsluyfirvöld en hvert sveitarfélag getur skoðað þetta með ýmsum breytum. Eitt vil ég meina: Eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er harla lítið. Áramótakveðjur. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:33
Elsku Ásdís. Gleðilegt ár og þakka þér fyrir það liðna.
Eigðu yndislegt kvöld.
Kær kveðja
Þín Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.