4.1.2008 | 20:55
Skemmdarverk.
Það er óþolandi að þeir sem ganga um og eyðileggja eigur annarra sleppi nánast brosandi ef þeir nást. Hvernig væri að þú Björn Bjarnason ráðherra gerðir nú alvöru úr því að stofna apparat sem heitir t.d. syndaaflausn (ekki herskylda). Þessir aðilar færu í að lagfæra kauplaust það sem þeir hafa skemmt og síðan í nokkurs konar herþjálfun (líkamsæfingar) með. Skemmdarvargarnir eru yfirleitt karlmenn sem hafa ekkert að gera og þurfa þess vegna að fá útrás á einhverjum vettvangi. Gaman væri að prófa þetta og skora ég nú á þig Björn að láta verða af einhverju í takt við þetta í stað þess að senda þessa aðila heim ( þeir eru óðara komnir aftur á vettvang) eða í fangelsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ásdís mín. Þúsund þakkir fyrir þessa frábæru sendingu í gestabókina mína. Njóttu helgarinnar.
Þín Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.