Laun þingmanna.

Það er alveg ótrúlegt að það viðgangist enn á 21. öld að þingmenn geti verið í fleiri störfum. Það má ætla að störf þeirra séu það léttvæg og ef ekki þá eru þeir einfaldlega að skrópa í vinnu A og mæta í vinnu B. Hvernig er t.d. hjá þeim þingmönnum sem eru líka í bæjarstjórn þegar fundir eru á báðum stöðum á sama tíma? Jú ef þingið er valið þá þarf að fá varamann í staðinn og báðir eru á launum.Síðan eru þessir þingmenn í mörgum launuðum nefndum svo það er augljóst að þeir eru að hirða laun sem þeir eiga ekki rétt á. Þarna ættu fjölmiðlar að taka á því. Þetta er ekkert nema græðgi og vinnusvik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband