Landeigendur-fasteignagjöld-jafnrétti?

 

Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé verið að brjóta jafnrétti þegar sumarbústaðaeigendur greiða mikið hærri gjöld af jarðarskika sem þeir eiga  en bændur sem eiga í flestum tilfellum landið við hliðina. Ef bændur telja sig eiga afrétti og fjöll svo sem t.d. Esjuna hvers vegna greiða þeir ekki fasteignagjöld á við þá sem eiga lóð í borg eða bæ eða sumarhúsalóð sem þeir hafa oft keypt dýru verði af einhverjum bónda, hvert er réttlætið?

Svo selja bændur landið sitt mjög dýru verði eins og staðan er í dag og ég tala nú ekki um ef  einhver hlunnindi fylgja svo sem hitaréttur, laxveiði, vatn og margt fleira.

Mín skoðun er sú að þeir sem eiga land greiða allir sama verð á hektara á sambærilegum stöðum á landinu. Svo er það mjög óeðlilegt að bændur eigi land langt inn í óbyggðum, þó að nokkrar rolluskjátur hafi einhverntíman bitið þar gras og einhverjir frekir aðilar hafi sölsað undir sig landið. Nú er kominn tími til að skila því til þjóðarinnar eða einfaldlega greiða fullan skatt af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband