27.1.2009 | 17:45
Ný ríkisstjórn hvað nú?
Hvernig væri nú að ný ríkisstjórn segji öllum embættismönnum upp störfum, síðan geta þeir endurráðið þá sem vilja og eru hæfir, á launum sem eru í takt við aðra í landinu. Er það líðandi að t.d. Ríkisútvarpsstjóri sé með tvöföld laun ráðherra og svipuð laun og forsetinn. Ég segi nei það er meira en lítið bogið við þetta allt. Nú er tækifæri á að gera verulegar breytingar og stoppa þessa endemis vitleysu. Þurfa þessir aðilar að eta meira en við hin eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.