Bananalýðveldið, framhald.

Áfram heldur vitleysan í Reykjavíkurborg eins og hjá ríki og mörgum öðrum í hinu opinbera kerfi. Vinavæðingastefnan, yfirborganir og svo gefur borgarstjóri í skyn að borgarfulltrúar séu með ýmsar sposlur fyrir utan launin sem eru mjög góð. Hann er líka borgarfulltrúi og ætti að þekkja til þannig að hann geti upplýst almenning um þetta. Síðan er það orðin tíska að bæði þingmenn og sveitarstjórnarmenn séu erlendis sí og æ í alls kyns erindum sem enginn botnar í. Það eru að sjálfsögðu góðir dagpeningar í boði sem drýgja tekjurnar og svo skaðar ekki að fá frítt t.d.til
Suður Afríku en ferð þangað kostar hinn almenna borgara upp í 500 þúsund.
Svo eru sveitastjórnarmenn svo sem t.d. í Kópavogi að stofna vinarbæjartengsl við borg í Kína svo bæjarfulltrúar geti farið frítt á kostnað bæjarbúa og að öllum líkindum á dagpeningum líka svo þeir geti nú haldið fullri reisn í því sem þeir kalla opinberar erindagjörðir. Það er nú ekki lengur talið nóg að hafa vinarbæi á öllum norðurlöndunum jafnvel ekki þó alls staðar sé verið að hvetja til sparnaðar í niðursveiflunni og þjóðarsáttar.
Þetta er alveg óþolandi og við almenningur eigum að standa saman um að uppræta þessa augljósu spillingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég tek undir þessi ummæli minnar ágætu móður, þetta er náttúrulega eindæmis vitleysa frá a-ö og skil ég ekki hvernig stendur á því að kosið sé til borgar-/sveitarstjórnar fjórða hvert ár og í hvert skipti er skipt um aðstoðarmenn o.þ.h. með tilheyrandi J.... Frímann kostnaði. Er hins vegar ósammála þér hvað varðar dagpeninga tal, mér finnst dagpeningar af því góða.. eins og þú sjálfsagt veist... betra heldur en endalausar nótur fyrir mat ofl. hins vegar er það náttúrulega algjör skandall að óbreyttir bæjar-/borgarfulltrúar séu að ferðast á kostnað almennings á milli heimsálfa, sérstaklega þegar tekið er tillit til árangurs fyrri ferða... er einhver eftirminnilegur díll sem eitthvert íslenskt bæjarfélag hefur fengið útúr þessháttar ferðalögum??? ég bara spyr í fávisku minni... nóg af þessu bulli í bili... kveðja Vermonthanar

Einar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband