Ferðaglaðir þingmenn

 

Tímarnir hafa breyst og nú virðast þingmenn vera sí og  æ í utanlandsferðum á kostnað hins opinbera, fremur en í kjördæmum sínum. Hvað eru þeir að sækja sem ekki er hægt að afgreiða með þróun upplýsingatækninnar? Maður heyrir t.d. af skoðunarferðum þeirra til vanþróuðu þjóðanna eða í kokteilpartýum sem haldin eru um allan heim fyrir alls lags fyrirfólk. Þetta kostar þjóðina offjár því hugsar maður um þá aðferð að senda þennan bruðlpening til þeirra barna sem hvorki fá að borða né læra. Einnig mætti fækka sendiráðum og ég tala ekki um sendiherrum, maður skilur ekki hvað er eiginlega í gangi á þeim vígstöðvum.Ég vil gjarnan að almenningur fái að sjá hvenær, hvert og í hvaða erindagjörðum á vegum hins opinbera hver þingmaður fyrir sig er að fara og einnig hver kostnaðurinn er. Einhver fjölmiðill ætti að fylgjast vel með þessu ferðaglaða þingliði og setja  í dálk á netinu eða á forsíðu daglega allan ársins hring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Ásdís orð í tíma töluð.  Þetta stanslausa flakk ráðherra og þingmanna, er hreint út sagt ótrúlegt, og það á tímum nýrrar upplýsingartækni, og samskiptaforrita er komið hafa á seinustu árum.  Dálkur á forsíðu er greindi fra flakki opinberra starfsmanna, tímalengd og tilgang frerðarinnar er nú bara nokkuð sem við venjulegir brauðstrytarar eigum að hafa kosta á að lesa og sjá hvernig skattpeningum okkar sé varið.

haraldurhar, 22.3.2008 kl. 18:34

2 identicon

Komdu sæl Ásdís. Smá páskainnlit. Vildi bara láta þig vita að ég gæti ekki verið meira sammála þér. Meiri eyðsluþörfin í þessu fólki þegar það kemst í kjötkatlana. Með beztu kveðju og gleðilega páska.

bumba (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Ásdís, velkomin í hópinn.  Hvernig stendur á því að hlutirnir eru eins og þeir eru í stjórnkerfinu.  Einn hluti vandans er að ráðamenn hafa samsamað sig frá þjóðinni, eru í engum tengslum við þjóðarsálina.  Mér líkar málflutningur þinn ákaflega vel og býð þig velkomna í Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum.  Þín rödd þarf að heyrast.

Með páskakveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: haraldurhar

Orð i tíma töluð.  Algjörlega sammála þér.

haraldurhar, 22.3.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband