Vitleysan í Kópavogi

Er ekki kominn tími til að skipta út þessu fólki sem situr ár eftir ár í bæjarstjórn Kópavogs og þiggur laun fyrir endalaust rifrildi. Til að byrja með ættu sem flestir að mæta í prófkjör sjálfstæðismanna og kjósa nýtt fólk til forystu. Það ætti ekki að vera nema tvö kjörtímabil sem fólk situr því það virðist alltaf enda í að þeir sem sitja svona lengi líti svo á að þeir eigi þetta allt sjálfir. Ég skil ekki hvers vegna ekki er hægt að kjósa hóp fólks sem er til í að stjórna bæjarfélaginu saman og vinni að hag okkar bæjarbúa. Hvers vegna meiri og minni hluti.

Stjórnsýsla í umboði fólksins.

Á fjögurra ára fresti eru kosningar til sveitastjórna. Þá fá kjósendur tækifæri til að tjá hug sinn. Nú er farið fram á stjórnsýsluúttekt á Kópavogsbæ og bregðast ákveðnir bæjarfulltrúar ótrúlega við þeirri beiðni. Hvað er að fela þora menn ekki að verk þeirra verði yfirfarin? Kjósendur í Kópavogi skoðið hug ykkar vel áður en þið greiðið atkvæði 29. maí næstkomandi.

Skólahreysti - alþjóðlegt.

Skólahreysti er aldeilis frábær hugmynd sem hefur haft mjög góð og örvandi áhrif á krakkana hér á landi hvað varðar hreyfingu. Þeir sem eiga þessa frábæru hugmynd ættu nú að markaðssetja hana og fá svo sigurvegara hvers lands til úrslitakeppni hér á Íslandi. Þetta mundi skapa tekjur fyrir ferðaþjónustuna og auglýsa landið okkar á mjög góðan hátt.

Forkólfar KSÍ

Það er augljóst mál að þarna situr meira og minna karlaklíka og verði fjármálastjóri rekinn (en það er vont að reka vini sína) kjaftar hann einfaldlega frá einhverju, sem alþjóð má ekki vita um hina. Dettur nokkrum manni í hug að þetta sé í eina sinn sem kíkt hefur verið á nektarbúllu, og því síður að aumingja maðurinn sé alltaf einn úti að djamma.

Burt með þessa drullusokka af landinu

Nú er ég búin að fá nóg eftir frétt kvöldsins. Við eigum að gera þessa menn útlæga og ekki að leyfa þeim að koma aftur til landsins. Hvílíkt og annað eins og biðja svo um afslátt á bankakaupunum. Það á að gera allar eignir þeirra upptækar strax eða hvað er í gangi er enn verið að plotta?

Læknisvottorð er ekki sama og læknisvottorð

Ég trúði vart því sem gerðist áðan en ég fór til læknis til að fá vottorð því ég þarf að endurnýja byssuleyfið mitt. Jæja fyrst greiddi ég 1000 kr síðan fór ég inn til læknisins og hann mældi blóðþrýstinginn hjá mér og var ég inni hjá honum í ca 5 mínútur. Síðan fékk ég vottorðið sem ég átti að greiða frammi og sagði daman að það kostaði 920 kr svo leit hún á umslagið og sagði æ þetta er vottorð fyrir byssuleyfi þá kostar það 4050 kr. Hvað er í gangi?

Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna ofurlaun

Ég var á fundi LSR á miðvikudag og þar kom umræðan um ofurlaun framkvæmdarstjóra þ.e. um 19 milljónir sl. ár. Er þetta í lagi? Stjórnin er nú kanske ekki á ofurlaunum (almennir stjórnarmenn með 62 þúsund og formaður tvöfald ). Það er í skoðun að lækka laun framkvæmdarstjóra voru svörin en hann var lækkaður um 10% nýverið ha ha vá. Fyrsta lagi ættu stjórnarmenn ekki að fá krónu vegna þess að þeir eru yfirleitt á fundum í sínum vinnutíma hjá sínu stéttarfélagi og svo sé ég ekki að það sé nokkur vandræði að lækka laun ofurmanna hér í þessu þjóðfélagi. Lausnin er einföld og hefur tíðkast hjá mörgum að undanförnu, segja viðkomandi ofurmenni upp störfum og endurráða svo á eðlilegum launum (því það er úrval af góðu fólki á lausu) þ.e. alla vega lægri laun en ráðherrar landsins fá.

Prófkjör sjálfstæðismanna s-vestur.

Sjálfstæðismenn í s-vestur ætla að bjóða fram sama liðið aftur og eru í raun búnir að raða því í 4 efstu sætin. Ég vona að fólk átti sig og muni eftir hverjir sátu á þingi og eiga stóran þátt í stöðu mála í dag. Ef einhver er sjáanlegur sem foringi þar er sennilega Ragnheiður Ríkharðsdóttir skást, þorir að segja skoðun sína og svo hefur hún reynslu sem fyrrverandi skólastjóri í stórum skóla. Það veitir ekki af svona hörkukerlingum til að stjórna þessu liði.

Framsókn og loforðin

Halló halló eru allir búnir að gleyma 90% lánunum sem framsókn setti sem beitu fyrir næst síðustu kosningar og eiga stóran þátt í ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Nú ætla þeir að bæta um betur og fella niður skuldir í stórum stíl gott fólk, og þá spyr maður hvar endar þessi vitleysa? Látið ekki glepjast og treysta þessum flokki.

Smekkleysi.

Þegar Ruv var með beina útsendingu frá hótel Borg núna rétt áðan vegna kynningar á nýrri ríkisstjórn íslenska lýðveldisins var jafnframt verið að sýna frá handboltaleik í horni skjámyndarinnar.

Mér finnst þetta afar smekklaust sérstaklega þar sem verið er að kynna nýja ríkisstjórn á þessum ögurtímum.

Þarf ekki að taka til hjá Ruv eins og á fleiri stöðum?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband