Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.5.2010 | 10:11
Stjórnsýsla í umboði fólksins.
Á fjögurra ára fresti eru kosningar til sveitastjórna. Þá fá kjósendur tækifæri til að tjá hug sinn. Nú er farið fram á stjórnsýsluúttekt á Kópavogsbæ og bregðast ákveðnir bæjarfulltrúar ótrúlega við þeirri beiðni. Hvað er að fela þora menn ekki að verk þeirra verði yfirfarin? Kjósendur í Kópavogi skoðið hug ykkar vel áður en þið greiðið atkvæði 29. maí næstkomandi.
27.7.2009 | 19:16
Burt með þessa drullusokka af landinu
Nú er ég búin að fá nóg eftir frétt kvöldsins. Við eigum að gera þessa menn útlæga og ekki að leyfa þeim að koma aftur til landsins. Hvílíkt og annað eins og biðja svo um afslátt á bankakaupunum. Það á að gera allar eignir þeirra upptækar strax eða hvað er í gangi er enn verið að plotta?
17.4.2009 | 07:08
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna ofurlaun
Ég var á fundi LSR á miðvikudag og þar kom umræðan um ofurlaun framkvæmdarstjóra þ.e. um 19 milljónir sl. ár. Er þetta í lagi? Stjórnin er nú kanske ekki á ofurlaunum (almennir stjórnarmenn með 62 þúsund og formaður tvöfald ). Það er í skoðun að lækka laun framkvæmdarstjóra voru svörin en hann var lækkaður um 10% nýverið ha ha vá. Fyrsta lagi ættu stjórnarmenn ekki að fá krónu vegna þess að þeir eru yfirleitt á fundum í sínum vinnutíma hjá sínu stéttarfélagi og svo sé ég ekki að það sé nokkur vandræði að lækka laun ofurmanna hér í þessu þjóðfélagi. Lausnin er einföld og hefur tíðkast hjá mörgum að undanförnu, segja viðkomandi ofurmenni upp störfum og endurráða svo á eðlilegum launum (því það er úrval af góðu fólki á lausu) þ.e. alla vega lægri laun en ráðherrar landsins fá.
6.3.2009 | 07:53
Prófkjör sjálfstæðismanna s-vestur.
Sjálfstæðismenn í s-vestur ætla að bjóða fram sama liðið aftur og eru í raun búnir að raða því í 4 efstu sætin. Ég vona að fólk átti sig og muni eftir hverjir sátu á þingi og eiga stóran þátt í stöðu mála í dag. Ef einhver er sjáanlegur sem foringi þar er sennilega Ragnheiður Ríkharðsdóttir skást, þorir að segja skoðun sína og svo hefur hún reynslu sem fyrrverandi skólastjóri í stórum skóla. Það veitir ekki af svona hörkukerlingum til að stjórna þessu liði.
25.2.2009 | 21:08
Framsókn og loforðin
Halló halló eru allir búnir að gleyma 90% lánunum sem framsókn setti sem beitu fyrir næst síðustu kosningar og eiga stóran þátt í ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Nú ætla þeir að bæta um betur og fella niður skuldir í stórum stíl gott fólk, og þá spyr maður hvar endar þessi vitleysa? Látið ekki glepjast og treysta þessum flokki.
1.2.2009 | 16:44
Smekkleysi.
Þegar Ruv var með beina útsendingu frá hótel Borg núna rétt áðan vegna kynningar á nýrri ríkisstjórn íslenska lýðveldisins var jafnframt verið að sýna frá handboltaleik í horni skjámyndarinnar.
Mér finnst þetta afar smekklaust sérstaklega þar sem verið er að kynna nýja ríkisstjórn á þessum ögurtímum.
Þarf ekki að taka til hjá Ruv eins og á fleiri stöðum?
21.1.2009 | 12:32
Kosningar í mars-apríl
Það er örugglega meirihluti þjóðarinnar sem vill kosningar strax. Eftir hverju eru pólutíkusarnir að bíða? Ástandið versnar með hverjum degi sem líður ef ekki verður ákveðið að ganga til kosninga, einnig að setja Seðlabankastjóra og stjórn frá eins og skot síðan fjármálaeftirlitsmenn í kjölfarið, fyrr verður ekki ró í landinu. Hvað er að ykkur stjórnendur það er eins og þið eigið stöðurnar ykkar og ætlið að sitja í óþökk þorra landsmanna þó svo að allt verði vitlaust. Það er alveg á hreinu að ef af átökum verður, þá berið þið fullkomlega ábyrgð á hvernig fer.
12.1.2009 | 14:26
Kvennalisti
Hvernig væri konur góðar að stofna kvennalista? Ég held að það sé það eina rétta í stöðunni núna því margir treysta bara konum þessa dagana. Hvernig fer fyrir konum eins og Guðfinnu Bjarnad og Ragnheiði Ríkharðs þessum skörungum, þær eru jarðaðar í flokknum og heyrist ekkert frá þeim. Já konur söfnum saman hóp af góðum konum (því nóg er til af þeim) og stofnum flokk kvenna. Ég held að fjöldi landsmanna myndi kjósa þannig lista. Ef einhverjar eru til þá verið í sambandi. 6995389
31.12.2008 | 12:52
Bylting
Hvað ætla stjórnendur þessa lands að halda áfram vitleysunni? Nú síðast í gær kom sú frétt að sameina ætti Kaupþingbanka og Glitni og segja upp slatta í viðbót. Er þetta ekki óþvolandi að bankamenn fái þessa frétt í gegnum fjölmiðla, því ekki er bætandi á öryggisleysið varðandi atvinnu þessara stéttar. Nú sitja mjög margir og hugsa er ég næst/ur. Ef þetta er ekki í höndum stjórnenda landsins þá spyr ég hver er ábyrgur þó svo að ég vita að engin svör fást. Enginn er ábyrgur. Ef ekki verður bylting á næstu mánuðum þá verður margt að breytast. Út með ykkur stjórnvöld við viljum kostningar
14.11.2008 | 13:21
Ódýr sumarhús á Íslandi.
Hvernig væri að byggingaraðilar gerðu eitthvað í að selja tómar íbúðir til útlendinga með því að auglýsa ódýr sumarhús á Íslandi. Einnig væri jafnvel hægt að greiða Bretum og Hollendingum uppí skuldir með íbúðum sem Ríkið yfirtekur vegna gjaldþrota. . . .